Helgarfrí í Reykjavík

Helgarfrí í Reykjavík

Um síðustu helgi bauð ég mömmu minni í mæðgnaferð til Reykjavíkur. Búandi útá landi er aðeins tímafrekara að skreppa í helgarferð erlendis, auka frídagar í vinnu, gisting í Reykjavík og fleiri hlutir sem tínast til sem kosta bæði tíma og peninga.

Þessi hugmynd um helgarferð til Reykjavíkur hefur lengi verið hugmynd og loksins ákvað ég að láta vaða. Ég bókaði hótelgistingu (er heppin að vera í verkalýðsfélagi sem er með góða “díla”), út að borða á laugardagskvöldinu og svo átti þetta bara að ráðast..aðallega njóta,borða góðan mat og breyta um umhverfi.

Ég vil leyfa myndunum að tala og mæla eindregið með svona borgarferð fyrir alla, landið okkar er frábært og stundum leitar maður langt yfir skammt 🙂

Brikk, Sushi Social, Klipping á Sprey (gæti ekki mælt meira með Eddu), gott kaffi, Flatey á Hlemmi mathöll og búðarrölt!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.