Heimsins bestu snúðarnir

Heimsins bestu snúðarnir

Systir mín lét mig fá svo ótrúlega góða uppskrift af snúðum að ég bara verð að deila henni með ykkur. Þeir eru svo djúsí og góðir að þeir eru hreinlega betri en þeir sem eru í bakaríinu.

Það tekur aðeins meiri tíma að baka þessa en þeir eru svo þess virði. Mæli eindregið með að þið prófið.

Snúðar:
700gr. Kornax Hveiti
1 1/2 tsk. Salt
4 tsk. Þurrger
80gr. Sykur
4 dl. Volgt vatn
1 dl. Olía (jurta)

Fylling: 
4 msk. Sykur
4 msk. Púðursykur
2 msk. Kanill

1. Þurrefnum er blandað saman. 
2. Olíu og vatni er hnoðað rólega saman, svo er hraðinn hækkaður og deigið er hnoðað í ca. 5 mín. í hrærivélinni. 
3.Næst er deigið látið hefast á volgum stað í 30 mín. Mér finnst best að setja volgt vatn í vaskinn og skálina ofan í. (passa að plasta skálina)
4.Næst er deigið flatt út og fyllingin sett á, deiginu er svo rúllað upp, endanum lokað með smá vatni og skornir út snúðar. 
5. Ofninn er hitaður í 50°, snúðarnir settir inn og spreyjað smá vatni inn í ofninn og yfir snúðana. Snúðarnir hefast í ofninum í 45 mín og á þessum tíma er úðað vatni tvisvar sinnum á snúðana og í ofninn. 
6. Næst eru snúðarnir teknir út úr ofninum og ofninn hitaður í 220°, snúðarnir settir inn og bakaðir í 10-12 mín. 

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.