Þessi fiskréttur hefur verið minn allra uppáhalds í um 2 ár núna. Hann er ekki bara einfaldur heldur einstaklega bragðgóður. Ég fæ reglulega spurningar um þennan rétt þegar ég hef sýnt frá matseldinni á snapchatinu okkar (snapchat: ynjur.is) og því fannst mér tilvalið að skella uppskriftinni hér inn.
- 600 g fiskur (t.d. ýsa eða þorskur)
- 1 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 3 gulrætur
- olía til steikingar
- 1 askja kirsuberjatómatar (400 g)
- 2 1/2 dl matreiðslurjómi
- 2 msk tómatpúrra
- 1 msk dijon sinnep
- 2 msk sykur
- 2 tsk steinselja (fersk eða þurrkuð)
- chillikrydd
- salt og pipar
Hakkið lauk og hvítlauk smátt og skerið gulrætur í sneiðar. Steikið lauk, hvítlauk og gulrætur í olíu á pönnu og bætið svo tómötum, matreiðslurjóma, dijon sinnepi, tómatpúrru, sykri og steinselju á pönnuna og látið sjóða í 5 mínútur. Skerið fiskinn í bita og bætið honum út í sósuna. Látið sjóða í 5-6 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Gott að bera fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum.