Það er stundum gott að breyta út af vananum og hafa eitthvað létt í kvöldmatinn. Við gerum það reyndar allt of sjaldan en alltaf svo gott. Núna í vikunni vorum við með sveppasúpu og nýbakaðar brauðbollur í matinn. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af sveppasúpunni minni og svo fljótlegum brauðbollum sem ég fann á netinu.
Sveppasúpa ( fyrir ca. 3-4):
1 l. G-mjólk
1 pakki sveppir
2 grænmetisteningar
1 msk sojasósa
1 msk sósujafnari
Smá salt ( ef þarf)
1. Ég byrja á því að steikja sveppina uppúr smjöri og bæti síðan grænmetisteningum saman við.
2. Næst helli ég g-mjólkinni útá og sojasósu
3. Leyfi súpunni að sjóða í ca 15 mín áður en ég bæti sósujafnara saman við til að þykkja hana ( Ath. súpan verður að bullsjóða þegar sósujafnaranum er bætt útí)
3. Svo leyfi ég henni að sjóða í einhverja stund, bæti salti við ef mér finnst þess þurfa.
Brauðbollur:
300gr. Volgt vatn
1 msk. Sykur
1 msk. Olía
1.5 msk. Þurrger
425gr. Hveiti
1/2 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
1. Vatn, olía, sykur og þurrger sett í skál og látið standa í 30 mín.
2. Hveiti, lyftidufti og salti bætt saman við og hnoðað vel saman.
3. Brauðbollur mótaðar, smá mjólk penslað yfir (þarf ekki).
4. Bakað við 210° í 12-15 mín.
Afgangar: Ég hef oft nýtt afganga af sveppasúpu í pasta seinna í vikunni. Þá bæti ég smá g-mjólk saman við, hvítlauksosti og skinku. Svo sýð ég pasta og helli sósunni yfir.