Heilsuhleifur ala Telma á fitubrennsla.is

Heilsuhleifur ala Telma á fitubrennsla.is

Ég er ein af fjölmörgum sem fylgjast með Telmu sem er eigandi fitubrennsla.is á Snapchat. Þar skammar hún mann, hvetur mann og skorar á mann í æfingarvitleysu, eldar hollan og góðan mat og bakar!

Hún bakaði nýlega mjög girnilegt brauð og ég bara varð að prófa, það smakkaðist ótrúlega vel og með leyfi frá Telmu ætla ég að birta uppskriftina hér fyrir ykkur að njóta 🙂
***

Heilsuhleifur ala Telma

2 stór egg
2dl kotasæla
2 stórir bananar (helst gamlir og þreyttir)
Þetta þrennt maukað saman í blandara og þurrefnunum svo bætt útí

2skóflur casein prótein (ég notaði próteinpönnuköku duft og það kom vel út, fyrir þau yngstu er sjálfsagt að skipta próteini út fyrir gróft mjöl)
2dl haframjöl
1msk kanill
1tsk lyftiduft
1tsk brúnkökukrydd
Þessu þeytt saman við bananablönduna!

1dl hakkaðar döðlur
1dl hakkaðar möndlur
Fara útí í lokin, öllu hellt í brauðform (ég setti bökunarpappír undir til að ekkert myndi festast í mótinu) og skreytt að vild! Ég notaði kókosflögur og fræblöndu.

Brauðið fer inní ofn við 180°C í amk 35mín (mitt varð svo stórt og þykkt að það tók tæpar 60mín að bakast)

Njótið!

Hollt og næringarríkt brauð sem einfalt er að gera fyrir helgarbrunchinn og nestið í næstu viku. Ég mæli að sjálfsögðu með að njóta meðan það er volgt og nýtt með smjöri & osti, nammi namm!

Ég mæli svo auðvitað með því að þið fylgið Telmu á hennar samfélagsmiðlum 🙂
Facebook
Snapchat/Instagram: fitubrennsla
Heimasíða

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.