Halda áfram í Desember mánuði

Halda áfram í Desember mánuði

Núna er mánuður freistinga að renna í hlað, amerísku jólasmákökunum eru komnar í Hagkaup og Ikea ilmar allt af  nýbökuðum jólasmákökum og ekki má gleyma jólaboðum og jólabrunch sem bíður handan við hornið. Mikið rétt, allt er þetta tengt mat og líkamsræktar stöðvar verða líklega frekar tómar fram til 27 desember eða 1 janúar.

En hérna er mitt ráð ef þú ert að byrja í lífstílsbreytingu eða vilt halda í þær jákvæðu breytingar sem þú hefur náð að temja þér. Haltu áfram, þetta snýst ekki um “í kjólin fyrir jólin” heldur að standa með sjálfum/sjálfri þér.

Auðvitað er hægt að fá sér konfektmola eða bragða á einhverju í jólaboði ef það hentar þér. En halda samt áfram þó maður hafi fengið sér konfektmola (okey raunveruleika tékk fyrir ykkur sem tengið – konfektkassa) dagurinn verður ekki ónýtur af einu jólahlaðborði svo lengi sem maður mætir í ræktina eða hreyfir sig og notar ekki allan daginn í að fá sér. 

Ég persónulega leyfi mér að njóta aðfangadags en ég vel af umhyggju fyrir sjálfri mér hvernig ég ætla að njóta. Margt hefur breyst frá því sem var og í dag hlusta ég betur á þau skilaboð sem líkaminn sendir mér því ég hef lært að hlusta og taka eftir því sem hann er að segja mér. Í dag borða ég ekki hamborgarahrygg sem ég áður taldi mig ekki geta verið án, ástæðan er einföld; ég er með ofnæmi fyrir honum og hann gerir mér ekki gott. Hamborgarahryggur veitti mér stutta ánægju en mjööög mikil ónot og vanlíðan sem birtust í miklum bjúg og vanlíðan í nokkra klukkutíma að lokinni máltíð og ekki síst…ég komst ekki í skóna fyrir bjúg eftir að hafa innbyrgt minn dágóða skammt af hamborgarahrygg. Í dag er minn hátíðarmatur kalkúnabringa og dásemdar sveppasósa og í staðinn get ég notið samveru með fjölskyldunni, liðið vel og verið til staðar.

 Jól 2014 vs. jól 2016

Nóvember 2017 (hlakka til að taka jólamyndina í ár)

Það er mikilvægt að halda áfram og gera sitt besta og líka leyfa sér að njóta og það þarf ekki að vera njóta matarlega eingöngu heldur njóta samveru því jólin snúast um það, að njóta þess að vera með fólki sem okkur þykir vænt um.

Því er nýja hefðin hjá mér að byrja aðfangadag á að mæta í ræktina og á jóladag byrja ég á því sama. Það gefur mér gott í hjartað og í líkama og sál og ekki síst hjálpar það mér að minna mig (sem matar fíkil) á að hátíðar snúast ekki bara um mat líkt og það gerði fyrir 2 árum. 

Hægt að fylgjast með mér á instagram adveunturesofus2

 

Facebook Comments