Google getur verið minn besti vinur og óvinur

Google getur verið minn besti vinur og óvinur

Það er eitt sem eflaust margir gera ef eitthvað óeðlilegt kemur upp hjá manni varðandi heilsufar. Það er að googla!  Google getur verið mjög fróðlegur og hjálplegur vinur en líka hreinlega manns mesti óvinur.  Maður fer á leitarvélina og býst hreinlega við því versta og fær svör um að hlutirnir séu kannski ekkert eins slæmir og maður heldur en svo leitar maður að einhverju sem að maður telur vera nokkuð saklaust og endar í kvíðakasti hringjandi á hjúkrunarfærðing á læknavaktinni.

Þannig er sagan mín, ég leitaði að einhverju sem að ég hélt að væri ósköp saklaust tengt meðgöngunni minni. Alveg sama á hvaða link ég smellti kom alltaf upp sama orðið : FÓSTULÁT EÐA FÓSTURMISSIR.

Eðlilega fer ég í hnút og ákveð að hringja nú í hjúkrunarfræðing til að róa mig aðeins. Þetta símtal róaði mig ekki mikið en svona sannfærði mig örlítið um að kannski væri þetta allt í lagi. Daginn eftir breytast aðstæður aðeins sem enda með því að ég hringi á kvennadeildina, þær ná að róa mig líka aðeins þannig ég slaka á og ákveð að reyna að leiða þetta hjá mér. Um kvöldið breytast aðstæður enn og aftur, komnir samdrættir sem sennilega eru bara út af því hversu mikið ég stressaði mig á þessu, ég var langt frá því að vera róleg á þessum tímapunkti. Ég fæ tíma á kvennadeildinni morgunin eftir þar sem allt er skoðað, lítill ungi er í fullu fjöri með góðan hjartslátt þannig mamman róast aðeins þar til læknirinn skoðar aðeins betur. Eitthvað er kannski ekki alveg 100% eins og það á að vera og þá fer hausinn af stað aftur,  læknirinn róar mig aðeins en getur auðvitað ekki lofað að allt verði í lagi og ekki yfirvonandi fósturmissir en segir mér að ég megi nú samt vera bjartsýn það sé ekkert sem bendi til þess.  Ég fer heim, horfi á tölvuna mína og blóta henni eins mikið og ég mögulega get. Afhverju lét ég þetta ekki bara eiga sig, þetta sem ég hélt að væri svo saklaust? Ég var búin að stressa mig töluvert meira en ég hefði þurft að vera, nú fannst mér ég bara vera sitja og bíða eftir að eitthvað vont myndi gerast. Þannig gekk þetta í nokkra daga í viðbót eða þar til við fórum í 12 viknar sónarinn sem ég náði að slaka alveg á.

Minn punktur er, kannski er algjör óþarfi að googla hin minnstu einkenni og stressa sig allan upp á sögum annarra. Þá sérstaklega þegar það kemur að meðgöngu, því einhvernveginn virðast verstu tilfelling alltaf enda efst í leitarvélinni og þau gera manni nú lítinn greiða annan en að gera mann að taugahrúgu. Næst reyni ég að komast hjá þvi að googla!

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.