Glamglow gleði í jólapakkanum!

Glamglow gleði í jólapakkanum!

Færslan er ekki kostuð og höfundur fékk umræddar vörur í jólagjöf

Ég elska DreamDuo maskann frá Glamglow og hafði lengi ætlað mér að splæsa í fleiri maska frá merkinu. Þegar mágkona mín spurði mig hvað væri á óskalistanum fyrir jólin greip ég tækifærið og setti (grínlaust) alla maskana á listann!
Ég var því ekkert smá glöð þegar ég opnaði pakkann frá henni og sá sett með 4 möskum í prufustærðum.

Settið innihélt lúxusprufur af Youthmud, Supermud og Gravitymud ásamt travelstærð af Thirstymud!

Ég set á mig maska u.þ.b. annan hvern dag og hef  því náð að prófa þá nokkuð vel síðan um jólin. Ég hef mest prófað Youthmud og Supermud, minnst prófað Gravitymud!

Youthmud
guð.minn.góður! Þessi maski er eitthvað annað! Grínlaust, þá er þessi maski á einhverju öðru leveli og ég hef sjaldan prófað svona góðann og virkann maska. Maskinn er gerður þannig að fyrstu mínúturnar eftir að hann er settur á andlitið á hann að svíða og kitla húðina, það líður nokkuð fljótt hjá og þegar hann er tekinn af er notað vatn til að bleyta uppí honum og hann nuddaður af til að fá extra djúphreinsun í leiðinni.
Húðin verður ótrúlega mjúk og hrein eftir maskann, hún geislar og ég með mína viðkvæmu húð finn enga ertingu eftir hann eða óeðlilega mikinn roða. Fyrir utan þetta þá er húðin mjög stinn eftir að maskinn er tekinn af, sem er eitt af aðalhlutverkum maskans eins og nafnið gefur til kynna!
Ef ég myndi kaupa mér einhvern af þessum 4 möskum sem ég fékk væri þessi efstur á lista!

Supermud
Mjög öflugur hreinsimaski og það er greinilegt að hann er að hreinsa úr húðholunum en eftir því sem maskinn þornar á húðinni verða þær meira áberandi og eiginlega bara svartar! Ótrúlega gaman að fylgjast með því (haha, þið tengið vonandi einhverjar!).
Þessi maski er fullkominn fyrir óhreina húð, húð með mikla olíuframleiðslu og opnar húðholur. Hann harðnar alveg á húðinni og ég mæli með að bleyta vel uppí honum áður en hann er nuddaður af.
Eins og með Youthmud þá er húðin algjörlega laus við óhreinindi eftir notkun og mjög mjúk.

Supermud að þorna á húðinni minni

 

Thirstymud
Ég hef hingað til notað þennan maska á eftir annað hvort Youthmud eða Supermud möskunum til að fá góðann raka og næringu í húðina eftir djúphreinsunina.
Ég er mun hrifnari af DreamDuo maskanum heldur en þessum og finnst sá maski gera meira fyrir mig. Að mínu mati hentar Thirstymud meira fyrir létt-þurra húð og jafnvel feitari húðgerðir sem þurfa samt raka.
Mildur maski sem ætti að henta líka þeim allra viðkvæmustu líka!

Gravitymud
Þennan hef ég bara prófað einu sinni. Hann er klárlega sá skemmtilegasti af þessum 4 sem ég fékk, enda peel-off maski sem allir elska og hann er fallega silfurlitaður sem skemmir ekki!
Ég setti hann á eftir Supermud og eftir þessa tvo maska  hefur húðin mín sjaldan litið betur út, næst prófa ég hann þó stakann til að geta gefið betri mynd af því hvað hann raunverulega gerir 🙂

 

Núna er maskatíminn í hámarki, janúar sem er oft kaldasti mánuðurinn og sá dimmasti og húðin okkar þarf bæði góða djúphreinsun og klárlega raka & næringu sem aldrei fyrr!
Ég set á mig maska annan hvern dag, misjafnt hversu intense maskarnir eru sem ég nota og hversu marga ég set á mig.
Munum að húðin er stórt líffæri og við þurfum að hugsa mjög vel um hana með réttum vörum!

 

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.