Glamglow DreamDuo!

Glamglow DreamDuo!

Umrædd vara var send sem gjöf óháð umfjöllun

Ég er mikill maska “perri” og elska fátt meira en að prófa nýja maska. Ég var örugglega síðust að hoppa um borð á Glamglow lestina en stóðst ekki mátið að þiggja að prófa þennan maska.

Dreamduo maskinn er overnight maski sem þýðir að hann er ekki þveginn af fyrr en morguninn eftir. Maskinn er tvískiptur, tveggja fasa meðferð eða tveir maskar í einni krukku.
Annar er perlulitaður, er serum maski og gefur húðinni mikinn ljóma og hinn er grár og gefur húðinni raka og næringu. Sá perlulitaði fer á hreina húðina og látinn bíða á húðinni í 30sek áður en grái maskinn er settur yfir.


Ég get eiginlega ekki lýst lyktinni af honum en hann minnir helst á nammiland, hún er vægast sagt góð! Áferðin er mjög létt og gelkennd, maskinn fer þunnt á húðina og er hannaður þannig að hann smýgur fljótt inn.
Ég set hann á mig ekki styttra en klukkutíma fyrir svefn þannig að maskinn er farinn vel inní húðina áður en ég leggst á koddann, hann smitast þó ótrúlega lítið og ekkert sem truflar mig.

Húðin verður mýkri og ljómandi en um leið fær hún fyllingu…erfitt að útskýra 🙂

Mjög góður maski fyrir normal/þurra/viðkvæma húðgerð, ef ég er extra þurr finnst mér ég þurfa eitthvað meira en ég nota hann 1-2x í viku og gef honum topp einkunn!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.