GeoSea- Húsavík

GeoSea- Húsavík

Fyrr í haust opnaði GeoSea eða sjóböðin dyrnar hérna á Húsavík og meira að segja í göngufæri við heimili mitt.
Á öðrum degi opnunar skelltum við Sólveig okkur ofan í, nutum okkar í slökun og mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum.

Hvað er GeoSea: vatnið í pottunum er saltvatn sem hefur einstök áhrif á húðina og það fólk sem glímir við psoriasis,exem eða erfiða húð talar sérstaklega um kraftana í vatninu. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og eins mikið og ég forðast að fara í sundlaugina og heita pottinn, elska ég að fara í sjóböðin enda umhverfið einstakt og gæði vatnsins ekki til að skemma fyrir. Ég keypti strax fjölskyldukort sem gildir í ár en við heimsækjum böðin í hverri viku.

 Það er veitingalaug þar sem hægt er að fá óáfenga og áfenga drykki til að njóta ofan í.

Útsýnið er ótrúlegt og umhverfið ekki síður fallegt
Við vinkonurnar erum kannski ekki að púlla vatnsgreidda lúkkið jafnvel og Kim Kardashian en myndataka er skylda í fyrstu heimsókn!

Núna þegar það  er farið að dimma meira er geggjað að fara að kvöldi til og sjá stjörnubjartann himinn og norðurljósin.

Ef þú átt leið til Húsavíkur eða nágrennis mæli ég klárlega með heimsókn í sjóböðin okkar í slökun,mat og drykk 🙂

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.