Gamlir fataskápar fá makeover – Fyrir&Eftir

Gamlir fataskápar fá makeover – Fyrir&Eftir

Við fluttum inn í nýja húsið okkar í febrúar. Það þurfi svo sem ekki mikið að gera enda hafði húsið allt verið tekið í gegn árið 2014, fyrir utan að það var ekki skipt um fataskáp í hjónaherberginu né um innihurðar í húsinu.

Fataskáparnir gera sitt gagn ennþá en voru ekkert að gera neitt sérstakt fyrir augað svo ég gat ekki réttlætt fyrir mér að skipta þeim út strax, heldur vildi ég frekar setja annað í forgang. Engu að síður trufluðu þessir skápar mig svo ég tók mig til og gaf þeim smá “makeover”.

Skáparnir voru í sínum upprunalega viðarlit og maður sá kám-för á þeim eftir fyrri eigendur svo fyrsta skrefið var að þrífa hurðarnar. Næst fór ég í málningarvöruverslun og fékk ráðleggingar um hvað væri best að nota á lakkaðan við sem ég ætlaði að gera hvítan (og nennti ekki að pússa lakkið af). Úr varð að ég keypti bæði grunn og lakk. Ég fór svo heim og hófst handa.

Ég tók ekki höldurnar af skápunum heldur málaði þær samtímis þar sem það er búið að líma spegla inn í skápana sem ég þarf að brjóta af til að ná höldunum af. En þær verða teknar af þegar ég finn nýjar höldur sem heilla mig.

Ég fór eina góða umferð af grunni og svo þrjár umferðir af lakki til að fá skápana alveg mjallarhvíta.

Það er enginn smá munur á því að vera í herberginu eftir þessa smávægilegu breytingu. Ég vil hafa allt hvítt í svefnherberginu svo þetta var kærkomin breyting.

Næsta skref er svo að finna réttu myndirnar/hlutina til að setja á veggina. Það kemur vonandi fyrr en síðar.

 

FYRIR:

 

EFTIR:

Rósettan er úr Bauhaus og ég málaði hana áður en við settum hana upp.
Ljósið er úr Casa í Kringlunni og er frá merkinu VITA.
Rúmgaflinn er sérpantaður frá RB rúm í Hafnarfirði
Rúmteppið er úr IKEA

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku