Gamla góða skúffukakan

Gamla góða skúffukakan

Hver man ekki eftir að koma heim og mamma búin að baka skúffuköku sem bíður á borðinu ásamt ískaldri mjólk. Mig langar að deila með ykkur uppáhalds kökunni minni, gömlu góðu skúffukökunni!

3 bollar Kornax hveiti
2 bollar Sykur
2 msk. Kakó
2 tsk. Lyftiduft
2 tsk. Matarsódi
1 tsk. Salt
100 gr. Smjör (brætt)
1 bolli Súrmjólk
1 bolli heitt kaffi
1 tsk. Vanilludropar

Aðferð:
1. Ofninn hitaður í 175.
2.Þurrefnum blandað saman í skál.
3.Blautefnum hrært saman við.
4.Bökunarpappír settur í ofnskúffu og deiginu hellt í formið.
5.Bakað við 175°í 20 mín.

Krem
120gr. Smjör (við stofuhita)
1 1/2 dl. Kakó
6 dl. Flórsykur
65 ml. Mjólk
1 tsk. Vanilludropar

Aðferð:
1.Smjör og kakó hrært saman.
2.Mjólk, flórsykri og vanilludropum hrært saman við.

Svo góð með ískaldri mjólk!


Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.