Fullkomin vinátta án orða

Fullkomin vinátta án orða

Áður en Anna Hrafnhildur fæddist hafði ég oft heyrt hvað það væri gott fyrir börn að alast upp á heimili þar sem væru dýr. Ég stressaði mig samt svolítið á því að Aska okkar, sem er 5 ára gömul labrador tík mundi ekki taka henni vel.

Fyrstu vikurnar eftir að við komum heim með Önnu Hrafnhildi þóttist hún ekki taka eftir henni, þegar hún hélt að við værum ekki að horfa byrjaði hún að virða hana fyrir sér og þefa af henni. Um leið og hún tók eftir því að við værum að fylgjast með hætti hún um leið.

Fljótlega fórum við að taka eftir því að í hvert skipti sem Anna fór að gráta varð Aska óróleg, ef við vorum inni í öðru herbergi var hún fljótlega komin. Hún varð líka órólegri þegar fólk var að koma eða labba fram hjá hurðinni hjá okkur og átti þá til að byrja að urra og gelta sem var eitthvað sem við höfðum aldrei séð frá henni áður. Við vorum fljót að sjá að henni var alls ekki sama um nýja einstaklinginn sem kominn var inn á heimilið.

Næstu mánuði þróaðist sambandið á milli þeirra, Aska fór að sækjast í að liggja aðeins nær henni en passaði sig að vera ekkert of nálægt henni. Þó svo að hún fengi ekki alla athyglina virtist hún bara taka því nokkuð vel, eina sem við tókum eftir var að hún vældi meira ef við vorum að fara út og hún ekki að koma með.

Um leið og Anna gat byrjað að færa sig á milli staða var hún ekki lengi að taka eftir Ösku og bælinu hennar, um leið og við litum af henni var hún komin til Ösku að skoða hana aðeins og klípa í hana. Við pössuðum auðvitað að taka hana frá og leyfa henni ekki að meiða hana en Ösku virtist vera alveg sama þó hún væri aðeins að rífa í sig og klípa, þó stundum fengum við uppgjafar svip frá henni og tókum þá Önnu frá.

Núna er Anna Hrafnhildur orðin 16 mánaða, það er ekkert sem hún elskar meira en Ösku sína og ekki er annað að sjá en að sú ást sé gagnkvæm. Hún leggst hjá henni og knúsar, greiðir henni, gefur henni matinn sinn og deilir öllu með henni. Þessi vinátta er svo dýrmæt og svo einlæg.

Oft er sagt að í góðri vináttu þurfi ekki mörg orð, ég mundi segja að þessi vinátta sýni það á sinn einstaka hátt.  Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra en leyfi myndunum að tala sínu máli.

annaogska

annaogaska

anna-og-aska-6

anna-og-aska-5

anna-og-aska-2

anna-og-aska-4o

anna-og-aska-4

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.