Frískandi morgunsmoothie

Frískandi morgunsmoothie

Þegar ég er komin með leið á hafragrautnum á morgnana þá breyti ég oftast til með að búa mér til smoothie, það hentar líka vel þegar tíminn er naumur á morgnana að geta borðað á ferðinni þó svo að það sé það síðasta sem ég vel að gera!

Mig langar að gefa ykkur uppskrift af smoothie sem ég geri mér oft á morgnana, hann er orkumikill og stendur lengi með manni fyrir utan að vera mjög bragðgóður og frískandi.

 

Smoothie fyrir 2

400ml Oatly appelsínu og mangó haframjólk
1 banani
30gr hafrar (í góðu lagi að slumpa!)
250gr frosið mangó
1 bréf Whey Isolate prótein með bananabragði

Verði ykkur að góðu!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.