Frábær skemmtun fyrir börn (og fullorðna)á Norðurlandi-Dýragarðurinn Daladýrð

Frábær skemmtun fyrir börn (og fullorðna)á Norðurlandi-Dýragarðurinn Daladýrð

Við Kristín Heba erum alltaf til í að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt um helgar og vorum heldur betur spenntar þegar systir mín sagði okkur frá Dýragarði sem hú hafði heyrt af hérna fyrir norðan.

Dýragarðurinn heitir Daladýrð og er staddur í Brúnagerði á milli Vaglaskógar og Illugastaða í Fnjóskadal.

 

Við renndum inn eftir frá Húsavík í dag ásamt systur minni og syni hennar og urðum heldur betur ekki fyrir vonbrigðum.

 

Hænur,hanar,geitur,svín,hestar,hundur,refir,kanínur, krummi, fleiri fuglar sem ég kann ekki skil á , 2 stór trampólín, risa sandkassi, handverkshús, úti picknick bekkir og smá sjoppa eru á staðnum og ég mæli eindregið með sunnudagsrúnti í Daladýrð!

 

Einnig er vert að benda á að það var afar ánægjulegt að sjá að það sást mjög vel á öllu þarna að vel væri hugsað um dýrin, hreint og fínt og rúmgóð aðstaða fyrir dýrin.

Fyrir nánari upplýsingar er linkur á Facebook síðu þeirra að finna HÉR .

 

 

 

Facebook Comments
Sólveig Ása Arnarsdóttir

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.