Fljótleg og skotheld tvöföld húðhreinsun!

Fljótleg og skotheld tvöföld húðhreinsun!

Ég elska allt sem er fljótlegt en áhrifaríkt þegar kemur að snyrtivörum. Ég eins og svo margar þarna úti hef ekki alltaf mikinn tíma til að hreinsa á mér húðina og er stundum einfaldlega löt!

Þessi tvenna frá Biotherm er skotheld tvenna sem er akkúrat þetta, fljótleg OG áhrifarík 🙂

Eau micellaire hreinsivatn

micellar

Micellar hreinsivatn eða “letinginn” eins og svo margir kalla þessa húðvöru fjarlægir allan farða, bæði af andliti og augum. Þetta er þó eingöngu til að fjarlægja farðann en hreinsar húðina í sjálfu sér ekki meira en það. Ótrúlega þægilegt eitt og sér á mjög stuttum ferðalögum eða þegar letin nær hámarki, en ennþá betra með annarri hreinsun til að flýta fyrir.

Gelée Micellaire hreinsisápa

gele

Hreinsisápan inniheldur mjög fíngerð korn og er því bæði að yfirborðshreinsa húðina ásamt því að létt-djúphreinsa hana! Þennan hreinsi má nota alla daga og ég er frekar viðkvæm í kinnum en virðist þola hann vel 🙂

Þessi hreinsir er klárlega fullkominn fyrir þær sem vilja eiga færri vörur og að þær hafi fleiri en eitt notagildi!

Samtals tekur þessi tvöfalda hreinsun u.þ.b. 2mínútur og húðin verður eins og ný! Það skemmir svo ekki fyrir hvað vörurnar ilma vel 🙂

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.