Fjölskyldumyndaveggur

Fjölskyldumyndaveggur

Síðan við fluttum inn í íbúðina okkar í nóvember hef ég alls ekki verið nógu dugleg að byrja að hengja eitthvað á veggina, sem er svosem allt í lagi enda finnst mér ágætt að gefa mér tíma í það – allir veggir nýmálaðir og fínir. Við höfum nefnilega brennt okkur einu sinni á því að hafa flýtt okkur of mikið að hengja eitthvað upp stuttu eftir að við höfum flutt inn en ekki verið svo nógu ánægð með það.

Ég er búin að skoða mikið á Pinterest og féll alveg fyrir svona fjölskyldumyndaveggjum þar sem myndirnar eru hafðar í svarthvítu. Núna á ég bara eftir að sækja myndirnar í framköllun og hengja þær upp. Hér eru nokkrar hugmyndir af svona myndaveggjum.

 

 

Myndir fengnar á Pinterest

 

Planið er svo að taka myndir af stofunni þegar allt er komið á sinn stað og deilda því með ykkur. Annars getið þið fylgst með mér á Instagram og Instastory en ég er nokkuð virk þar þessa dagana: asdisgeirs.

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 29 ára í sambúð með Alberti Gissurarsyni og saman eiga þau tvær dætur, þær Kristínu Dalrós 6 ára og Dísellu 2 ára, og einn dreng sem kom í heiminn þann 11. mars sl. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist hönnun, handavinnu, uppeldi barna, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.