Fjölnota – góð leið til að minnka plastnotkun

Fjölnota – góð leið til að minnka plastnotkun

Færslan er unnin í samstarfi við Fjölnota.

Núna síðustu ár er ég verða meira og meira meðvituð um umhverfið og endurvinnslu. Ég verð að viðurkenna að ég gæti alveg staðið mig betur en einhversstaðar þarf maður að byrja. Ég hef verið mjög meðvituð um plastpokanotkun og nota t.d. alltaf fjölnota poka þegar ég versla í matinn, flokka plast, flöskur og pappa. Magnið af plasti sem maður notar undir matvæli og annað er gífurlega mikið og því var ég mjög glöð þegar ég sá þetta flotta fyrirtæki sem framleiðir fjölnota matar- og nestisumbúðir.

Fyrirtækið heitir Fjölnota en að því standa æskuvinkonur með brennandi áhuga á því að takmarka vistsporið eftir sig og sína. Fjölnota hannar og framleiðir fallegar og hagnýtar fjölnota nestisumbúðir.

Í öllum vörum frá Fjölnota er Food Safe innra byrði, þ.e.a.s. í þeim hluta vörunnar sem snertir matvæli. Þetta efni er framleitt með matvælaöryggi í huga, það er laust við blý, BPA og þalöt. Efnið er vatnshelt og þolir yfir 300 þvotta.

Pokana er hægt að fá annað hvort með rennilás eða frönskum rennilás. Þessi með franska rennilásnum er hugsaðu sem samlokupoki en hann má auðvitað nota fyrir hvað sem er. Ég hef notað þennan með rennilásnum mikið til að geyma alls konar nasl í – bæði fyrir mig og stelpurnar mínar. Pokarnir eru virkilega vandaðir og ég trúi ekki öðru en að þeir eigi eftir að endast vel og lengi.

Ég hlakka til að fylgjast með Fjölnota í framtíðinni!

Nánari upplýsingar um vörurnar má finna á Facebook síðu Fjölnota.

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.