Fjölbreyttar fjölskyldustundir – Frítt

Fjölbreyttar fjölskyldustundir – Frítt

Ég má til með að deila með ykkur skemmtilegum og fjölbreyttum fjölskyldustundum í menningarhúsunum í Kópavogi. Fjölskyldustundirnar eru alla laugardaga og byrja kl 13, þær eru afar fjölbreyttar og það er frítt inn svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ég er ein af þeim sem finnst rosa gaman að líta við á viðburði með dóttir mína um helgar og í haust fórum við á Fjölskyldustund í Salnum í Kópavogi, þá voru í gangi tónleikarnir Vísnagull sem eru þátttökutónleikar fyrir yngstu börnin. Við skemmtum okkur konunglega og það var mjög vel að þessu staðið.

Dagskráin fram undan er svona:

3. mars kl. 13 – 15, Náttúrufræðistofa: Rán Flygenring, höfundur teikninga bókarinnar Fuglar, leiðir smiðju þar sem fuglar Náttúrufræðistofu eru fyrirmyndin en ímyndunaraflið ræður ríkjum og börn teikna fugla.

10. mars kl. 13 – 15, Gerðarsafn: Sjálfsmyndasmiðja fyrir alla fjölskylduna óháð tungumáli. Leikið verður með sjálfsmyndina út frá sýningunni Líkamleiki sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Leiðbeinendur tala arabísku, frönsku, ensku og íslensku.

17. mars kl. 13 – 15, Bókasafn Kópavogs: Páskaföndur er sívinsæl og ávísun á notalega samverustund fyrir fjölskylduna.

24. mars kl. 13 – 13:40, Salurinn: Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs leiða samsöng fyrir alla fjölskylduna. Textar birtast á skjá svo allir geta tekið þátt í að syngja gömul og góð íslensk lög sem og ABBA-lög.

Fjölskyldustundirnar verða fram til loka maí svo ég hvet ykkur endilega til að fylgjast með.

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku