Fermingarborðið!

Fermingarborðið!

Í febrúar sl. birtist smá grein í fermingarblaði Fréttablaðsins og þar fékk ég þann heiður að skreyta fermingarveisluborð. Þegar ég var beðin sagði ég ekki strax já einfaldlega vegna þess að ég hef aldrei haldið fermingarveislu eða með lager af mögulegum skreytingum hér heima…eða svo hélt ég!

Borðið sem ég skreytti getur alveg eins verið fyrir skírn eða brúðkaup, ég valdi að hafa miðjuskreytinguna persónulega og þemað var klárlega að nýta það sem er til á heimilinu eða einhver í fjölskyldunni á.

Myndirnar fá að tala!

Eins og sjá má þá varð Ittala og Omaggio fyrir valinu! Flest heimili eiga fleiri en einn og fleiri en tvo hluti frá þessum merkjum og upplagt að nýta fallega hönnun til að prýða veisluborð, ég setti þó engin kerti í litlu stjakana þar sem mér datt alveg eins í hug að hægt væri að nota þá undir skraut, litríkt sælgæti eða meðlæti sem passar í svona lítil “ílát”.
Greinina klippti ég úti í garði hjá mér og festi myndir frá Prentagram á, ótrúlega einfalt en gerir borðið persónulegt. Að auki festi ég nafn sonarins uppá vegg og mynd af heimabænum okkar Húsavík líka.
Efnisbútinn keypti ég fyrir löngu síðan og hann smellpassaði við litaþemað mitt!

Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið eða kosta mikla peninga 🙂

Takk Garðarshólmi á Húsavík fyrir aðstoðina!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.