Febrúar favorites!

Febrúar favorites!

Betra seint en aldrei!
Hér koma uppáhaldsvörur fyrir febrúar og eiginlega líka janúar 🙂

Yves Saint Lorent The Shock maskari: Ef þig dreymir um þykk,löng og sjúklega djúsí augnhár þá er þessi maskari málið! Það er auðvelt að bæta á hann, augnhárin þyngjast ótrúlega lítið þrátt fyrir 2-3 umferðir af maskaranum og svo er hann hann ótrúlega svartur á litinn!

Lancóme L’Absolu Rouge varalitur: Dásamlega mjúkir og næringarmiklir varalitir, ef þú ert fyrir klassíska varaliti þá mæli ég með að kíkja á þessa! Nude litirnir frá þeim eru næstum því of fallegir 😉

Skinboss Vatnajökull baðsalt: Hands down besta baðsalt í heimi! Ég er búin að fara í gegnum örugglega 20 poka og hvergi nærri hætt. Íslenskt hugvit og framleiðsla, íslenskar jurtir og dásamlegur ilmur ásamt frábærum olíum sem gera húðina silkimjúka!

Biotherm Lifeplankton essence: Þunnur vökvi, ekki ósvipað og við hugsum um serum sem sett er undir krem. Þessi lína frá merkinu hentar viðkvæmri húð sérstaklega vel og ég mun pottþétt gera sérfærslu um þessa línu! Ilmurinn er sérstakur og skýrist af þeim virku innihaldsefnum sem vökvinn innihelur. Frískar uppá húðina og gefur ótrúlega mikla næringu.

Yves Saint Lorent Fusion Ink Cushion farði: Endurbætt útgáfa af hinum margfræga Fusion Ink farða. Meiri þekja og betri ending ásamt því að farðinn er kominn úr gleri og í dós. Svampurinn sem fylgir með virkar mjög vel og hentar að mínu mati best í farðann af því sem ég hef prófað!
Lancóme La Nuit Tresor ilmvatn: Ég fékk þetta ilmvatn fyrir jólin og það er nánast búið! Ég fæ nánast undantekningarlaust komment á það hvað ég ilmi vel þegar ég er með það á mér og það er passlega mikill ilmur af því. Ilmurinn er frekar fyrir þær sem vilja aðeins dekkri ilmi en þessi er þót mitt á milli og gefur líka ferskann blómailm í bland!

First Aid Beauty Intensive Lip Balm: Þykkur og mjög nærandi varameðferð sem hefur algjörlega bjargað mér í vetur!

Ég er með þurra og viðkvæma húð og henta þessar húðvörur fyrir þá húðgerð!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.