Engin jólakort þetta árið!

Engin jólakort þetta árið!

Ég var bæði orðin frekar sein í að fara að búa til jólakortin í ár og svo finnst mér fólk almennt farið að minnka kortasendingar, eftir að allir þessir samskiptamiðlar urðu til er fólk kannski meira í samskiptum við hvort annað og það er ekki lengur þessi eina jólakortamynd sem fólk fékk sem minnti mann á hvernig frændur og frænkur litu út.

Ég ákvað þess vegna bara að sleppa kortunum í ár, ég er í fullri vinnu við að láta jólin ekki snúast um að “verða” að gera þetta allt og jólakortaleysið klárlega góð æfing í því!

En hvað get ég gert í staðinn?

Ég ákvað að láta gott af mér leiða og andvirði þeirra korta sem við hefðum annars sent fer í hjálparstarf eða styrk af einhverju tagi.

Það eru endalausir valmöguleikar í boði og ég valdi að deila þessu á tvo staði!

Annars vegar valdi ég Sannar gjafir þar sem ég valdi að gefa börnum hnetumauk og hlý teppi.

Hins vegar valdi ég að leggja söfnun lið fyrir litla 7 ára stúlku sem missti föður sinn í lok nóvember. Sú söfnun stendur mér örlítið nærri þar sem hinn látni átti heima hér á Húsavík um tíma og það er ekki hægt að setja sig í spor ungrar stelpu sem missti stoðina sína og styttu allt of snemma.
HÉR og HÉR eru hlekkir á upplýsingar um þá söfnun fyrir hana Berglindi Ninju.

20161210_hkb_astah00004

Jólamyndirnar nýtast klárlega vel samt sem áður!

myndir: Halldóra K photagrophy

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.