En…ég hef ekki tíma!

En…ég hef ekki tíma!

Það eru 24 klukkustundir í sólarhringnum, hjá okkur öllum.
Aðstæður eru misjafnar og stuðningsnetið sömuleiðis, en þessar 24 klukkustundir eru jafn langar og ekkert okkar fær meira en annar í þeim efnum.

Hvert er ég að fara með þetta? Jú, þegar kemur að hreyfingu og þeirri “sjálfselsku” ákvörðun að hlúa að sinni eigin líkamlegu og andlegu heilsu, þá virðist stundum sem svo að þessir 24 tímar sem við höfum öll séu bara 15 hjá sumum!
Í hvert einasta skipti sem að ég er spurð af því hversu oft ég hreyfi mig sem eru alveg heilar 5klukkustundir í viku (stundum 4 og stundum 7), þá fæ ég sömu viðbrögðin:
“HA? Hvernig hefuru tíma í það?”

Svarið er svo fáránlega einfalt!
Ég BÝ til þennan tíma, fyrir mig og fyrir fjölskylduna mína!

Ég vinn 8klukkustundir á dag (stundum meira)
Ég þjálfa Crossfit 3-4x í viku
Ég á fjölskyldu! Mann,barn og hund
Ég á heimili sem ég sinni ásamt maka

Hvernig í ósköpunum er þá hægt að finna þennan tíma? Ég settist niður og skrifaði niður á blað hvaða hlutum ég gæti breytt til að ná mér í smá auka mínútur hér og þar, eitthvað sem skipti mig í rauninni litlu máli og væri lítið mál að minnka eða sleppa.

Sátt og sæl eftir góða æfingu!

 

Hér er það sem ég gerði:
*Ég fór úr öllum hópum á Facebook sem tóku tíma frá mér og skiptu mig engu máli (td Mæðratips, Beauty tips, Costco hópurinn og margir í viðbót!)
*Ég slekk á tilkynningum í símann minn fyrir t.d. Facebook,Instagram og Snapchat
*Ég skipulegg vikuna í dagbókinni fyrirfram og æfingartími en heilagur!
*Ég horfi á færri sjónvarpsþætti
*Ég fer fyrr að sofa til að vakna kl 05:40 og mæta á æfingu kl 06! (þetta geri ég 2-3x í viku)

Bara þessi einföldu atriði skiluðu mér þeim tíma sem ég þurfti til að ná mínum æfingartíma! Ég skora á þig að taka tímann í einn dag hversu mikið þú ert í símanum/tölvunni að skoða óþarfa hluti, skrolla í gegnum 150 athugasemdir á færslu í Costco hópnum eða hlusta á story á Snapchat. Þú þarft ekki einu sinni að fara útaf heimilinu til að stunda hreyfingu, þú getur tekið börnin þín með í göngutúr, skoraðu á vinkonur að hreyfa sig með þér, finndu hreyfingu sem ÞÉR þykir skemmtileg!


Me time! 

 

Við getum þetta allar og á næstu vikum og mánuðum ætla nokkrar Ynjur að sýna þér það og hvetja þig áfram í áttina að betra og heilbrigðara lífi!

Í lokin minni ég á að Ynjur eru bæði á Instagram og Snapchat undir notendanafninu Ynjur.is og okkur langar alltaf í fleiri fylgjendur 🙂

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.