Elsku slitin sem við elskum að hata

Elsku slitin sem við elskum að hata

Þegar ég var ófrísk af Önnu Hrafnhildi var ég mjög stressuð fyrir því að slitna á maganum. Á hverjum degi bar ég á mig slitolíu til að reyna að koma í veg fyrir slit. Ég man alltaf eftir setningunum ,,maginn hennar var ónýtur eftir að hún átti”,  ég vildi sko ekki lenda í því.

Svo þegar leið á meðgönguna byrjuðu að koma smá slit, ég var mjög róleg yfir þeim enda voru þau ekki mörg. En í fæðingunni sjálfri jukust slitin um meira en helming, ég tók ekki eftir því fyrr en við komum heim. Ég stóð fyrir framan spegilinn og horfi á slitin og slöppu húðina og rifjaði upp þessa setningu ,, maginn hennar var ónýtur eftir að hún átti¨. Þá áttaði ég mig á því að þetta var mesta rugl sem ég hafði heyrt, þarna stóð ég og horfði á magann á mér meðan ég heyrði í Atla frammi með litlu stelpuna okkar. Slitin og slappa húðin voru bara merki um það að ég hafi gengið með barn, að ég hafi fætt barn, að ég væri orðin móðir og hvað er merkilegra en það? Maginn á mér var ekki ónýtur, hann var bara mjög fallegur og sagði fallega sögu. Ég varð bara stolt af þessum slappa maga með öll þessi slit.

Nú geng ég með okkar annað barn ber ég á mig krem en er ekkert að stressa mig með einhverri sérstakri slitolíu enda hef ég heyrt að slitin koma innan frá og því lítið sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þau.  Mér gæti ekki verið meira sama um hvort það koma fleiri slit eða ekki, það geta ekki allir gengið með börn og þetta ¨vandamál¨ er ekki vandamál í huga þeirra sem vilja allt gera til að eignast barn. Við eigum bara að vera stoltar af merkjum okkar á líkamanum sem bera merki um að við höfum gengið í gengum þetta dásamlega verkefni.

Það eru til allskonar krem, skrúbbar, olíur og margt fleira til að koma í veg fyrir slit og eins að minnka þau þegar þau eru komin. Ég á alveg örugglega eftir að nota eitthvað af þessum vörum en ég ætla samt ekki að láta mér líða illa yfir því að vera með þetta á líkamanum.

Lærum að elska okkur eins og við erum.

 

Getið fylgst með mér á snapchat 🙂

 

 

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.