Einn, tveir og… UNPLUG & PLAY með name it

Einn, tveir og… UNPLUG & PLAY með name it

Í samstarfi við name it á Íslandi.

Mig langar að segja ykkur frá skemmtilegri herferð sem name it verslanirnar voru að byrja með. Herferðin kallast unplug & play og gengur út á það að fá börn – og ekki síður foreldra – til að líta upp frá spjaldtölvunni, símanum og tölvunni og njóta frekar gæðastundanna saman. Þessar stundir má nýta í alls kyns leiki, föndur eða annað fjör og það er akkúrat það sem herferðin snýst um.

Í níu vikur er hægt að nálgast ókeypis safnkassa í name it í Kringlunni eða Smáralind og safna 36 mismunandi leikjaspjöldum. Leikjaspjöldin innihalda skemmtilegar hugmyndir af leikjum, föndri, uppskriftum og öðru forvitnilegu sem foreldrar og börn geta gert saman. Í þrjár af þessum níu vikum fylgir svo ókeypis leikfang sem passar einu eða fleiri leikjaspjöldum, t.d. krítar og stækkunargler.

Með leikjaspjöldunum er hægt að fá margar skemmtilegar hugmyndir sem hægt að er glugga í aftur og aftur að þessum níu vikum loknum – t.d. á rigningar- eða veikindadegi. Eitt af því mikilvægasta sem börnin okkar gera á meðan þau eru að alast upp er að upplifa og kanna heiminn í gegnum leik, með því að snerta, lykta og bragða – og það er okkar að gefa þeim tækifæri til þess, hvetja þau áfram og vera góðar fyrirmyndir.

Við mæðgur erum virkilega spenntar að fara saman í gegnum leikjaspjöldin og það fyrsta sem eldri dóttir mín sagði eftir að við kláruðum þetta fína fjaðraskraut: “Má ég draga annað spjald núna?

Ég mæli með að fylgjast með á Instagramsíðunni minni en þar mun ég setja inn skemmtilegar myndir tengdar Unplug & play en ég mun merkja myndirnar mínar með #unplugandplay.

Ég hvet ykkur til að sækja ykkar leikjaspjöld í næstu name it verslun og vera með!

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.