Einhyrningakaka

Einhyrningakaka

Það hefur nú varla farið fram hjá neinum að einhyrningakökur eru vinsælustu afmæliskökurnar um þessar mundir. Um daginn héldum við upp á afmæli elstu stelpunnar minnar og að sjálfsögðu vildi hún hafa einhyrningaþema með tilheyrandi köku. Þar sem ég haf alltaf lagt frekar mikinn metnað í afmæliskökur barnanna minna fannst mér nú ekki leiðinlegt að fá að prófa að búa til eina svona köku. Þetta var miklu minna mál en ég bjóst við, tók mig ekki mjög langan tíma að búa til, svona miðað við aðrar afmæliskökur sem ég hef dundað mér við í marga klukkutíma. Afmælisbarnið fékk að velja litina á smjörkreminu og svo átti ég gylltan lit til að mála hornið – og að sjálfsögðu var glimmer algjörlega punkturinn yfir i-ið.

 

Eyrun, hornið og augun bjó ég til úr hvítu og bleiku gum paste.

 

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 30 ára, í sambúð með Alberti og saman eiga þau þrjú börn. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist handavinnu, uppeldi barna, ljósmyndun, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.