Ég ætla að “byssa” þig mamma!

Ég ætla að “byssa” þig mamma!

…og það kemur gat á þig!

Þetta sagði tæplega þriggja ára sonur minn við mig í síðustu viku og ég var í sjokki.

Hvað gerði ég rangt í uppeldinu hingað til?
Sonur minn mun verða ofbeldismaður og óeirðaseggur! (ég geri mér fulla grein fyrir hversu klikkaðar hugsanir þetta eru og efast ekki í eina sek að hann verði fyrirmyndarborgari)
Hvar lærir barnið svona ógeð?!

Stundum, þegar maður efast stórlega um sig sem uppalanda og  móðir þá einhvern veginn efast maður um að barnið manns verði “að einhverju” og að þessi atvik, eins og ég nefni hér að ofan muni marka djúp spor í framtíð barnsins.

Barnið mitt er á leikskóla og þar eru börn frá 1.árs til 6 ára. Að sjálfsögðu lærir hann af eldri krökkunum.
Við horfum á fréttir, þar eru stöðugar myndir af stríðum-ofbeldi og óeirðum.

Börn heyra allskonar sem við sem eldri erum spáum ekki í.

Hvað get ég gert sem foreldri í þessum aðstæðum?

Jú, ég get kennt barninu mínu hverjar afleiðingarnar eru af því að skjóta fólk/dýr.
Ég get kennt honum að það eru aðrar leiðir til að tjá reiði sína en að skjóta.

Ég get leiðbeint honum í rétta átt, að ofbeldi og hótanir geri ekkert gott.

Ég get líka sagt honum þegar hann verður aðeins eldri að það eru ekki bara góðir hlutir í þessum heimi, en hann þurfi ekki að nota þær aðferðir (þó svo þær séu í þykistunni).

Ég þarf líka að læra, að stundum er það ekki hvað ég er að gera sem er rangt…stundum læra þau hluti/orð í aðstæðum sem ég stjórna ekki eða er ekki á staðnum til að passa!

Yndislegi og ljúfi drengurinn minn lærir eins og önnur börn, sumt er gott og annað verra.

Ég er að sjálfsögðu ekki verri móðir eða uppaldandi fyrir vikið, vonandi er ég betri móðir fyrir að reyna að útskýra og leiðbeina frá þessari átt.

Ég veit auðvitað líka að þetta mun að öllum líkindum ekki draga neinn dilk á eftir sér, en byssuleikir hjá 2ja ára börnum finnast mér bara ekki í lagi!

Örlitlar þriðjudagspælingar í boði mín!

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.