Do it with passion..

Do it with passion..

…or not at all!

Ég rakst á þessa dásamlegu setningu í morgun og mér varð strax hugsað til jólanna og til alls þess sem maður “á” að gera svo að jólin geti nú komið!

Ég ólst sem betur fer upp við lítið jólastress og einhvern vegin komu jólin (hvort að mamma var ósofin og vannærð eftir að leyna stressi veit ég ekki, en oftast kom pabbi heim af sjónum 5mínútur í jólin) og ég man hreinlega ekki hvort að mamma bakaði 4 eða 7 sortir!

Aðventan á þessu ári hefur einkennst af litlum undirbúningi hjá mér og ég var eiginlega bara að fatta það í dag að það væri 16.desember!

Við erum ekki búin að ákveða hvað á að vera í matinn

Við erum ekki búin að panta jólakortin 

Ég á eftir að pakka öllum gjöfunum inn

Við eigum eftir að kaupa 2 gjafir

Ég á eftir að senda tvo pakka erlendis

Ég er ekki búin að þrífa heimilið okkar og hér ilmar akkúrat ekkert af Ajax

Í ár ætla ég því bara að sleppa jólakortunum (sorry þið sem eruð vön að fá), innpökkunin mun alveg bjargast, þessir pakkar sem eiga að fara erlendis koma þá í versta falli milli jóla&nýárs og ég nota bara gamla trixið að baða tusku í hreingerningarvökva og skella á volgann ofn, þá kemur þessi fína lykt!

Hvað jólamatinn varðar…þá kemur það bara í ljós 😀

Þetta er svo ótrúlega frelsandi tilfinning!

Ég mæli sko með að kaupa bara smá meira Malt&appelsín, smá konfekt og hafa það bara huggulegt frekar en að gera þetta allt sem engin nennir eða man eftir og fara eftir þessari gullnu setningu!

Do it with passion or not at all 🙂

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.