Djúsí rjómapasta

Djúsí rjómapasta

Mig langar að deila með ykkur djúsí uppskrift af rjómapasta, þessi réttur er algjör bomba.

 

 

HRÁEFNI:
  • Pasta
  • Piparostur
  • Matreiðslurjómi
  • Laukur
  • Pepperoni
  • Skinka
  • Kraftur
  • Hvítlauksbrauð

Ég byrja á því að skella pastanu í pott og leyfi því að sjóða á meðan ég útbý sósuna.
Sósuna geri ég þannig að ég saxa lauk og steiki mjög létt í potti, bæti svo rjóma og piparostinum (skornum í tenginga svo hann sé fljótari að bráðna) saman við ásamt krafti.
Næst fer skinkan og pepperoni-ið saman við þegar ég hef saxað það í litla bita.

Svo læt ég sósuna bara malla í rólegheitum þangað til osturinn er bráðnaður og helli þá sósunni yfir pastað og blanda vel.

Ber þetta svo fram í stórri skál og finnst mjög gott að hafa hvítlauksbrauð með.

Rétturinn er líka rosa góður daginn eftir og má nýta afgangana td. í nesti og hita það örlítið í örbylgjunni.

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku