Djöfulgangur í Matarkjallaranum

Djöfulgangur í Matarkjallaranum

Á íslandi í dag er svo ótrúlega mikið framboð af góðum kokkum og þjónum, þess vegna snýst það að fara út að borða ekki lengur bara um hver nær endilega bestu steikingunni a kjötinu þínu heldur heildarupplifuninni og samspil allra starfsmanna.

Við Atli fórum ásamt vinafólki okkar út að borða í gær (fimmtudag) á Matarkjallarann. Þessa dagana er í boði hjá þeim matseðill sem heitir ”Djöfulgangur í Matarkjallaranum”, matseðillinn verður í boði frá 9.-19. febrúar. Við erum miklir matgæðingar og elskum að fara út að borða góðan mat, því vorum við mjög spennt fyrir þessum matseðli. Ég hafði ekki prófað að borða á Matarkjallaranum og var þess vegna alvega sérstaklega spennt eftir að hafa heyrt svo marga góða hluti.

Á íslandi í dag er svo ótrúlega mikið framboð af góðum kokkum og þjónum, þess vegna snýst það að fara út að borða ekki lengur bara um hver nær endilega bestu steikingunni a kjötinu þínu, heldur heildarupplifunina og samspil allra starfsmanna. Við vorum öll sammála um að þjónustan og upplifunin hafi verið óaðfinnanleg og matseðillinn skemmtilega edgy.

En maturinn var fullkomnaður með hárréttum vínum sem hentuðu þemanu mjög vel. Ein skemmtilegt staðreynd um matseðilinn er að kokkarnir höfðu vínin Casillero del Diablo til hliðsjónar þegar matseðilinn var gerður og eru því nöfnin á réttunum í takt við það.Íslenska þýðingin á Casillero del Diablo er einmitt Kjallari Djöfulisins.

Forrétturinn var Stökkur kóngakrabbi úr heitum kjallara djöfulsins; Nobashi rækja, sítrus, chilli.  Þessi réttur hitti beint í mark, ég er mikið fyrir sítrus og sjávarrétti og var þessi réttur algjörlega að mínu skapi.  Krabbinn var paraður með góðu Casillero del Diablo Sauvignon Blanc frá Chile. Ekkert sem hefði getað farið betur hér.

Í aðalrétt fengum við svo Diablo nautatvennu- kartöflugratín, piparsósu og seljurót. Ekkert þannig sem kom á óvart þar. En eins og ég nefndi ofar eru þetta svo mörg atriði sem spila inn í til að kalla fram góða upplifun, að þetta smellhitti í mark. Það var skemmtilega “rustic” stíll yfir þessu, og sósurnar skemmtilegar. Kjötið var borið fram með rótargrænmeti og heilt yfir var þetta alveg frábært réttur. Með þessum rétti var boðið upp á annað vín frá Chile, en það var Reserva Privada Cabernet Sauvignon frá Casillero Del Diablo og það hentaði mjög vel með því.

Þessi réttur lætur mig fá vatn í munnin einungis við það að hugsa um hann

Síðast en ekki síst var það eftirrétturinn ,,Djöflaeyjan”, rauð ber og lakkrís. Allir sem þekkja mig vita að ég er mikil eftirrétta kona og eftirrétturinn yfirleitt minn uppáhalds réttur ef hann er góður. Þessi réttur lætur mig fá vatn í munnin einungis við það að hugsa um hann. Dásamleg lakkrísmús, hindberja sorbet og hindberjasósa toppað með pop rocks og fleiru. Mér hefði sjálfri aldrei dottið þessi samsetning í hug en hún var fullkomin, lakkrísmúsin verandi frekar þung og ferskt bragðið af berjum tónaði alveg dásamlega saman.


Kvöldið var algerlega frábært og þjónustan tók þetta alveg í nýjar hæðir. Matseðillinn var mjög skemmtilgea samsettur og allt virkilega gott. Ég mæli eindregið með því að fá sér þennan skemmtilega seðil og að treysta þjóninum þínu fyrir valinu á víninu.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.