DIY – Sushi

DIY – Sushi
Á mínu heimili elskum við sushi, þá sérstaklega heimagert. En það getur verið svolítið

tímafrekt að dunda við það og þess vegna er þetta DIY sushi algjör snilld. Þetta tekur enga stund að græja og slær alltaf í gegn.

-Við skárum niður lax, gúrku, vorlauk og mangó í jafnstórar lengjur.
-Klipptum niður nori blöð (þara) í 4 parta
-Suðum sushi hrisgrjón, við eigum hrísgrjónapott sem gerir þetta svo auðvelt og fljótlegt. ( Ég notaði hrísgrjón frá Saitaku, þau eru í rauðum pakkningum og fást t.d. í Bónus. Einnig  notaði ég hrísgrjóna edik frá þeim. Það er svo gott að nota þessi grjón því það þarf ekki að skola þau)
-Gerðum tarta (uppskrift hér að neðan)

Svo raðar hver fyrir sig á nori blað, rúllar því upp og dýfir í sojasósuna.
Það getur ekki verið einfaldara!

1

Mér þykja laxatartar ofsalega góðir og finnst þeir algjört must með sushi. Ég ætla að deila með ykkur uppáhalds uppskriftinni minni af törtum

2

500gr Lax
3-4 lengjur Vorlaukur
Engifer eftir smekk
2 tsk Sesamolía
10gr Kóríander
Smá pipar
Ristuð Sesamfræ

1.Sker laxinn í litla tenginga
2.Saxa niður vorlauk, engifer og kóríander
3.Rista sesamfræ á pönnu
4.Svo er öllu blandað saman ásamt pipar og sesamolíu

Anna Hrafnhildur var sérstaklega ánægð með sína rúllu sem var, nori, hrísgjón, mangó og gúrka.

4

Mæli algjörlega með því að allir sushi unnendur prófi þetta!

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.