DIY – “sikk-sakk” veggur í barnaherbergi

DIY – “sikk-sakk” veggur í barnaherbergi

Dóttir mín mun fá nýtt herbergi fljótlega og ég er í óða og önn að safna mér innblæstri um hvernig ég vil hafa nýja herbergið. Í dag á hún lítið og sætt herbergi sem ég sýndi ykkur innlit í HÉR. Ég er rosa ánægð með hvernig það kom út og er að velta fyrir mér að gera sambærilegan „sikk-sakk-vegg“ í nýja herberginu, þótt það sé ekki endanlega ákveðið.

Ég ætla að deila með ykkur hvernig veggurinn var gerður.

Við byrjuðum á að strengja límband fyrir efri- og neðrimörk munstursins. Við notuðum málningarlímband sem við keyptum í Slippfélaginu og átti ekki að hafa nein áhrif á málninguna sem var undir. Svo mældum við hvað við vildum hafa hvern píramída breiðan og notuðum gráðuboga til að passa að hafa hallann á límbandinu eins allstaðar. Svo var bara að byrja að mála.

Myndirnar sýna þetta líka ágætlega:

veggur2

veggur3-1
veggur6-1 veggur5-1

veggur4-1

veggur7-1

veggur9-1
veggur91-1

4

Liturinn heitir Öldugrár og er keyptur í Slippfélaginu.

undirskrift

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku