DIY Páskaegg – Námskeið

DIY Páskaegg – Námskeið

Færslan er unnin í samstarfi við Konfektnámskeið Halldórs.

Núna eru páskaeggin byrjuð að streyma í búðir og styttist heldur betur í páskana.
Mig langar þess vegna að segja ykkur frá námskeiði sem ég fékk boð á í lok febrúar.

Mér stóð ss. til boða að koma og læra að búa til mitt eigið páskaegg ásamt nokkrum öðrum stelpum. Ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar því mig hefur alltaf langað að kunna að búa til mitt eigið páskaegg.

Á námskeiðinu bjuggum við til tvö páskaegg, eitt lítið og annað aðeins stærra. Við fengum einnig smá fræðslu um súkkulaði, lærðum lykilatriðin sem þarf að hafa í huga til að tempra súkkulaði og lærðum svo hinn fræga súkkulaðidans.

Leiðbeinendurnir voru ótrúlega létt og skemmtileg sem gerðu þessa kvöldstund ótrúlega notalega.  Þetta er alveg ekta námskeið sem er gaman að fara á saman sem fjölskylda en einnig vinkonur/vinir að skella sér og eiga notalega kvöldstund.

Eftir námskeiðið kann ég að búa til mitt eigið páskaegg. Ég sé fyrir mér að geta gert mitt eigið heima fyrir þessa páska og jafnvel prófað mig áfram með lakkrískurl í súkkulaðið eða annað ævintýralegt fyrir bragðlaukana.

Ég mæli klárlega með þessu námskeiði fyrir alla súkkulaði sælkera. Það er hægt að nálgast miða á námskeiðið á miði.is og innifalið í því er allt sem þarf til að búa til þessi tvö egg (fyrir utan ef þú vilt setja nammi inní eggin) og svo tekur maður að sjálfsögðu páskaeggin með sér heim eftir námskeiðið.

Námskeiðin verða í mars og þið getið lesið meira um námskeiðið og keypt miða – Hér.

Ef þú vilt sjá myndbrot frá námskeiðinu sem ég fór á er það á facebook síðu Halldórs sem heldur námskeiðið – Hér.

Svo er bara að skella sér í svuntuna og fara að prófa sig áfram í eldhúsinu.

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku