DIY leikfangapoki

DIY leikfangapoki
Ég er lengi búin að vera að leita að fallegum pokum eða kössum undir leikföngin hennar
Önnu Hrafnhildar, en hef ekkert fundið sem ég féll fyrir. Þess vegna tók ég þá ákvörðun
að prófa að sauma poka. Ég var ekki með neinar brjálaðar væntingar en þegar ég var
búin var ég hæst ánægð með þetta. Ég ætla að sýna ykkur skref fyrir skref hvernig ég

gerði pokana. Þetta er alveg ótrúlega auðvelt og skemmtilegt.

 Það sem þarf er:
Efni ( ég var með gróft efni utan um pokana og fínna inn í þeim, efnin fékk ég í
IKEA)
Stensla ( Ég kaus að nota stjörnur og ský, fékk þá í föndru)
Svamp (Ég klippti niður venjulegan þrifa svamp í þá stærð sem mér þykir gott að
vinna með ca 5x5cm)
Lítinn pensil
Málingu ( Ég notaði málingu frá Martha Stewart sem er sérstaklega ætluð í svona
verkefni, fæst í
Föndru)
Straujárn
Bökunarpappír
Títiprjóna

Saumavél

Skref 1.
Sníða efnið. Málin á stærri pokanum eru 156×55 og málin á minni pokanum eru

110×46.

Skref 2.
Stensla á grófa efnið. Passa verður að hafa bökunarpappír á milli því málingin
kemur í gegn. Ég notaði svamp til að stensla málinguna á. Mikilvægt að hafa ekki allt of

mikið af málingu í svampinum.

1

Skref 3.

Laga brúnir með litlum pensli ef þarf.

2

Skref 4.

Þegar málingin hefur þornað er strauað yfir með bökunarpappír á milli.

3

Skref 5
.Efnin lögð saman ( fína og grófa), uppábrotið efst á pokanum er títað saman
með títiprjónum á báðum endum, ég braut fyrst uppa á ca. 1 cm og svo 4-5. Svo eru

efnin lögð saman.

45

6

Skref 6

Byrja á því að sauma hliðarnar á pokanum og sauma svo neðst á uppábrotinu.

7

8

Skref 7

Klippa alla spotta og pokinn er klár!

9

sidasta

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.