Það gafst ekki mikill tími í jólaföndur í ár. En mig langar að sýna ykkur ofur einfalda kertaskreytingu sem ég skellti í og tók aðeins nokkrar mínútur.
Ég endurnýtti krukkur utan af grísku jógúrti frá Örnu. En auk þeirra notaði ég kerti, greni, mosa (keyptan), borða og gull/glimmer epli.
Til að byrja með þvoði ég krukkurnar og tók af þeim límið. Það fór mestur tíminn í það.
Þegar þær voru hreinar og fínar vökvaði ég mosann lauslega með úðabrúsa og setti ofaní krukkurnar. Kom svo kertinu fyrir svo það væri stöðugt, klippti greinið til eins og ég vildi nota það og stakk því við hliðina á kertinu og að lokum var eplunum stungið í mosann.
Þegar ég var búin að þrífa eftir mig batt ég svo slaufurnar á krukkurnar og fannst það gera punktinn yfir i-ið.