DIY – Kartöflukoddar

DIY – Kartöflukoddar

Mér finnst rosa gaman að skoða íslensk DIY verkefni svo ég ætla að deila með ykkur einu gömlu og góðu verkefni sem ég gerði fyrir nokkrum árum og er alltaf jafn klassískt. Myndirnar eru teknar á gamlan iPhone síma fyrir um fjórum árum síðan svo ég biðst afsökunnar á gæðunum í þeim.

 

Undirbúningsvinna verkefnissins fólkst í því að fara í A4 að kaupa mér fataliti. Úrvalið þar var rosa gott, allt frá pennum yfir í stóra dunka í öllum regnbogans litum. Ég valdi mér svartan og rauðan lit í mitt verkefni.
Svo fór ég í IKEA og keypti mér plain hvít koddaver og púða inní verin. Ég kom einnig við í matarbúð og keypti stórar grillkartöflur.
Svo hófst föndrið…
Ég notaði Google þegar ég valdi mér munstur fyrir stimplana. Þegar ég var komin með mynd sem mér líkaði við setti ég hana í word og prentaði hana út í nokkrum stærðum svo hún myndi örugglega passa á kartöfluna og ég gæti mátað hverstu stór stimpillinn ætti að vera.

 

Stimplarnir sjálfir eru svo búnir til úr grillkartöflum sem ég keypti í Bónus.
Ég skar kartöflurnar til helminga, lagði formin á kartöfluna og skar út svo ég væri komin með stimpil.

 

Þegar ég stimplaði hafði ég smá málningu á pappatisk og dýfði kartölfunni ofaní, mér fannst gott að stimpla aðeins fyrst á blað áður en ég stimplaði á efnið sjálft til prufu. Ég mæli líka með því að hafa bökunarpappír eða dagblað inni í verinu á meðan það er verið að stimpla því ég lenti í því að liturinn fór í gegnum verið og sést aðeins á bakhlið þess sem er ekkert sérstaklega flott.
Þegar ég var búin að stimpla setti ég bökunarpappír yfir og straujaði til að festa litinn í efninu.
Svo var bara að koma koddunum fyrir á góðum stað.
Núna ca. fjórum árum síðar eru púðarnir enn með stimplunum skýrum á, búnir að fara milljón sinnum í þvott. Svo liturinn endist mjög mjög vel á og fær öll mín meðmæli.

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku