DIY jólatré – Jólaáskorun A4

DIY jólatré – Jólaáskorun A4

Færslan er unnin í samstarfi við A4.

a4

Þetta verkefni er klárlega með því skemmtilegra sem ég hef gert. Verslunin A4 skoraði á nokkra bloggara að föndra eitthvað jólalegt úr efnivið sem fæst í verslunum þeirra. Það var sko nóg í boði og þessi með króníska valkvíðann var búin að fara nokkrum sinnum að skoða úrvalið.

Loksins gat frú valkvíði ákveðið sig og jólatré úr filtefni urðu fyrir valinu. Ég fann allt sem mig vantaði í verkið í A4 í Smáralind og fékk að sjálfsögðu frábæra þjónustu. Heildarkostnaður var um 3.700 kr. en ég notaði einnig límbyssu, lím og títuprjóna sem ég átti heima.

img_7408

Filtefnið sem ég notaði var í stærðinni 21×30 (þ.e. A4). Ég klippti það svo í tvennt. Næst bjó ég til skapalón sem passaði nokkurnveginn á þann bút. Búturinn var svo brotinn í tvennt ásamt skapalóninu.

img_7412

Skapalónið festi ég svo á filtefnið með títuprjónum og klippti svo eftir því. Best er að nota efnisskæri til að klippa filtefnið en önnur góð skæri ættu að duga.

img_7413

Ég var með 5 arkir af filtefninu í hvorum lit þannig að samtals urðu til 10 útklippt jólatré í grænu og 10 í hvítu.

img_7417

Nú var komið að því að líma filtefnið á tréstöngina. Til þess notaði ég límbyssu en líklega hægt að nota annað lím ef vill. Límið setti ég á samanbrotið og límdi það svo á tréstöngina. Passið bara að bera ekki límið á alveg upp í topp, ég skildi svona 1,5-2 cm eftir.

img_7422 img_7424

Þegar ég var búin að líma öll útklipptu jólatrén á tréstöngina setti ég lím á efsta partinn á trénu og reyndi að láta endana mætast þannig að þeir mynduðu fallegan topp. Að lokum setti tréstöngina ofan í fótinn sem fylgdi með. Ég sagaði aðeins neðan af annarri stönginni til að hafa þau misstór en það er engin nauðsyn.

img_7427

Svo var bara að endurtaka leikinn með hvíta filtefnið.

img_7437

Ég er alveg hrikalega skotin í þessu nýja jólaskrauti og langar eiginlega að gera eitt í viðbót og hafa það aðeins stærra en hin.

img_7475

img_7484

Ég mælið með því að líka við A4 – hannyrðir og föndur á Facebook en þar getið þið skoðað fönduráskoranir hjá fleiri bloggurum.

 

img_7458
Takk kærlega fyrir skemmtilega áskorun A4!
14632979_10211174788304670_3255155065553971427_n
Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.