DIY dúskasveigur – Unplug & play

DIY dúskasveigur – Unplug & play

Við mægður erum búnar að taka þátt í verkefni sem name it stendur fyrir sem heitir Unplug & play og ég fjallaði aðeins um hér. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og ég hef aðeins sýnt frá afrakstri okkar mæðgna á Instagraminu mínu.

Mig langaði að deila með ykkur þessum myndum af einu verkefninu  sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, en það er DIY dúskalengja. Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikil handavinnukona og hef gaman af öllu sem er gert í höndunum og þar er eldri dóttir mín engin undantekning. Við vorum því báðar í essinu okkar þegar þessi dúskasveigur var búinn til – og sú yngri gaf mömmu sinni sko ekkert eftir og sýndi snilldar takta.

Það er enn hægt að taka þátt í Unplug & play en það eru 3 vikur eftir af þessu skemmtilega verkefni. Til þess að taka þátt ferðu í næstu name it verslun (Kringlunni eða Smáralind) og sækir þér þessi skemmtilegu leikjaspjöld frítt!

Einn tveir og leika!

 

 

 

 

Allar myndirnar á veggjunum eru hannaðar og gerðar af mér undir merkinu Rammagull.

 

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 30 ára, í sambúð með Alberti og saman eiga þau þrjú börn. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist handavinnu, uppeldi barna, ljósmyndun, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.