DIY dúskasveigur – Unplug & play

DIY dúskasveigur – Unplug & play

Við mægður erum búnar að taka þátt í verkefni sem name it stendur fyrir sem heitir Unplug & play og ég fjallaði aðeins um hér. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og ég hef aðeins sýnt frá afrakstri okkar mæðgna á Instagraminu mínu.

Mig langaði að deila með ykkur þessum myndum af einu verkefninu  sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, en það er DIY dúskalengja. Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikil handavinnukona og hef gaman af öllu sem er gert í höndunum og þar er eldri dóttir mín engin undantekning. Við vorum því báðar í essinu okkar þegar þessi dúskasveigur var búinn til – og sú yngri gaf mömmu sinni sko ekkert eftir og sýndi snilldar takta.

Það er enn hægt að taka þátt í Unplug & play en það eru 3 vikur eftir af þessu skemmtilega verkefni. Til þess að taka þátt ferðu í næstu name it verslun (Kringlunni eða Smáralind) og sækir þér þessi skemmtilegu leikjaspjöld frítt!

Einn tveir og leika!

 

 

 

 

Allar myndirnar á veggjunum eru hannaðar og gerðar af mér undir merkinu Rammagull.

 

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.