DIY – Aðventukrans á 2 mínútum

DIY – Aðventukrans á 2 mínútum

Ég var búin að vera lengi í aðventukransahugleiðingum þetta árið áður en ég tók ákvörðun um að vera ekki að ofhugsa hlutina og henti því í krans á tveimur mínútum.

Það sem ég notaði voru fjögur kerti, bakki og poki af könglum & skrauti.

adventukrans2 adventukrans3 adventukrans4 adventukrans5

Framkvæmdin var ofur einföld, bakkinn settur á borð, kertunum raðað á hann og könglunum í kring og þá er aðventuskreytingin klár.

adventukrans1

Könglarnir og skrautið komu saman í poka og ég keypti það í Rúmfatalagernum
Kertin eru keypt í IKEA
Bakkinn er úr H&M home

 

undirskrift

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku