Dásmleg hjartalaga Cream tart

Dásmleg hjartalaga Cream tart

Við héldum upp á nafnaveislu Marín Helgu Haukdal núna 03.03.18. Ég ætlaði mér ekki að gera mikið sjálf en rakst síðan á svo fallegar Cream tart sem mér fannst gera svo mikið fyrir veisluborðið að ég ákvað að skella í eina. Ég var virkilega ánægð með útkomuna og þetta tók alls ekki langan tíma.

 

 

Kex:
2 stk. Eggjarauður
4 msk. Kalt vatn
2 tsk. Vanilludropar

2 1/2 bolli Hveiti
2/3 bolli Sykur
1/2 tsk. Salt
16 msk. Smjör

1. Eggjarauður, vatn og vanilludropar hrært saman.
2. Í annari skál er hveiti, sykur og salti blandað saman. Smjörinu er síðan nuddað saman við hveitiblönduna þar til áferðin er orðin eins og sandur.
3. Eggjablöndunni hrært saman við og deigið hnoðað.
4. Deigið er síðan flatt þunnt út á smjörpappír og hjarta skorið út. ( Ég gerði 3 lög af hjörtum)

5. Bakað við 175° í 12-16 mín.

Fylling:
2 bollar Mascarpone ostur
400 ml. Rjómi
1/2 bolli Sykur
2 tsk. Vanilludropar

Skraut:
Blóm
Jarðaber
Makkarónur

1.  Allt sett saman í skál og þeytt þar til blandan er orðin stíf.
2. Næst er kakan sett saman, litlar doppur sprautaðar á milli og ofaná og að lokum er kakan skreytt með makkarónum, berjum og blómum.

 

 

Þið getið fylgst með mér á Snapchat:

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.