Dásamleg útimyndataka!

Dásamleg útimyndataka!

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt

Ég get ekki annað en deilt með ykkur nokkrum myndum úr útimyndatöku sem sonur minn fór í fyrir stuttu.
Á hverju ári hef ég farið með drenginn í svona “mini” útimyndatöku, tekur 20mínútur og ég fæ 8 unnar myndir (á þrjá mismunandi vegu) á tölvutæku formi eftir myndatökuna.
Ég hef alltaf valið sama ljósmyndarann sem er farin að þekkja minn mann vel! Í ár var hann myndaður við Grenjaðastað í Aðaldal fyrir framan byggðasafnið á staðnum, ótrúlega fallegur staður og við merkilega heppin með veður þennan sunnudagsmorgun.

Takk Halldóra Kristín fyrir allar frábæru myndirnar!
HÉR getið þið skoðað Facebook síðuna hennar Halldóru
HÉR getið þið skoðað Instagram síðuna hennar Halldóru

Peysan sem Ríkharð Valur klæðist og ég hef fengið margar spurningar um er frá Yl og fæst HÉR

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.