Dásamleg súkkulaðisæla

Dásamleg súkkulaðisæla

Þessi er algjör súkkulaði bomba, ég hef ansi oft gert hana og hún klikkar aldrei. Botnarnir haldast blautir lengi og geymist hún því vel í einhverja daga.

Súkkulaðibotn: 
2 bolli sykur
1 3/4 bolli hveiti
3/4 bolli kakó
1 1/2 tsk. matarsódi
1 1/2 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 stk. egg
1 bolli mjólk
1/2 bolli olía
1 bolli heitt vatn (sjóðandi)
2 tsk. vanilludropar

1. Þurrefni hrærð saman
2. Eggjum, mjólk, olíu og vanilludropum hrært saman við þurrefnin
3. Heitu vatni hrært saman við.
4. Bakað við 175 gráður í 20-25 mín, eða þar til hnífur/pinni/tannstöngull kemur hreinn upp úr kökunni.
5. Botnarnir létt kældir og settir í frysti.

Súkkulaði ganache (á milli botna og utan um kökuna): 

500 ml. rjómi
1kg. súkkulaði (ég blanda ljósu og dökku 50/50)

1. Súkkulaði brætt
2.Rjómi hitaður upp að suðu.
3. 1/3 af rjómanum hellt saman við og hrært þar til súkkulaðið og rjóminn er alveg komið saman. Svo er næsta hluta hrært saman við og svo síðasta. Passa að nota ekki písk.

Best er að geyma súkkulaðið ganache-ið við stofuhita yfir nótt, þá er komin góð áferð til að smyrja kreminu á milli botna og utan um kökuna. Til þess að fá kremið alveg slétt utan um kökuna dýfði ég pallettu hnífnum annað slagið í heitt vatn. 

Súkkulaði ganache (yfir kökuna): 
150ml. rjómi
300gr. súkkulaði

Sama aðferð og að ofan. Nema ganache-ið er látið standa í smá stund á bekk áður en því er hellt yfir kökuna. Að lokum er kakan skreytt með berjum. Ég notaði rifsber, bláber og jarðaber:)

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.