Cookie Dough próteinkúlur – Uppskrift

Cookie Dough próteinkúlur – Uppskrift

Ég elska hollar & einfaldar uppskriftir.

Sérstaklega uppskriftir sem innihalda fá hràefni & eru fljótlegar í undirbúningi.

Hér er ein sem er í miklu uppáhaldi hjá mér – Cookie Dough próteinkúlur – Próteinríkar orkukúlur sem eru einstaklega bragðgóðar og ekki skemmir fyrir hversu fljót ég er að græja þær.

 

 

Það eina sem þarf er:

Vanillu Whey prótein (mér finnst best að nota 100% whey vanillu prótein frá Leanbody)

1 dl whey prótein

1 dl Möndlumjöl

1 dl Hnetusmjör

1 dl Vatn ásamt örlítið af Agave sýróp (má sleppa).

 

 

Hnoða öllum hràefnunum saman & bý til litla bolta, skelli svo í frysti. Stundum set ég smá 70% súkkulaði, eða kókos á kúlurnar. Auðvelt að grípa í 2-3 kúlur þegar sykur löngun er sem mest.

 

 

 

 

Facebook Comments