
Mér hefur alltaf fundist gaman að baka og eftir ég breytti lífstíl geri ég alltaf hollari útgáfu og reyni að finna leið til að uppskrift henti mínum lífstíl
Þetta Casein brauð fer klárlega í top 10 lista yfir upphalds uppskriftum, það er auðvelt og æðislega gott, hef stundum boðið upp á þetta brauð upp í vinnu og fengið góðar viðtökur.

Uppskrift
130 g Casein Prótein (ég nota labrada Casein vanillu)
130 glutein lausir hafrar (ég mixa þá niður)
20 g sesamfræ
20 g graskerfræ
20 g hörfræ
20 g valhnettur
2 tsk lyftiduft
1/2 matarsódi
Smá salt
2 msk hunang
120 g léttab mjólk
ca 1 bolli volgtvatn
ca 30 min í ofni
En hvað er Casein Prótein – ég sitt link á færslu sem Agnes eigandi Leanbody skrifar um Casein og virkni þess https://leanbody.is/blogs/fraedsla/casein-protein
