C-vítamín fyrir húðina!

C-vítamín fyrir húðina!

Af hverju ættir þú að nota C-vítamín vörur fyrir húðina þína?
Hvað gerir C-vítamín?

C-vítamín er ótrúlega mikilvægt vítamín fyrir húðina okkar! Það gegnir nokkrum hlutverkum fyrir húðina og mig langar að segja ykkur frá þeim og benda ykkur síðan á magnaðar C-vítamín vörur fyrir andlit 🙂

*C-vítamín er öflugt andoxunarefni fyrir húðina og hjálpar að berjast gegn öldrun húðarinnar.
* C-vítamín eykur collagen framleiðslu húðar, en collagen eykur teygjanleika húðarinnar og með elastíni heldur það húðinni lengur stinnri.
*C-vítamín getur hjálpað til að verja húðina gegn UV geislum sólar.
*C-vítamín er þekkt fyrir að flýta gróanda sára og lýta á húð!

Þetta eru nokkur hlutverk sem C-vítamín gegnir í líkamanum okkar og eru sérstaklega fyrir húðina.
Að lokum langar mig að benda ykkur á nýja og endurbætta húðlínu frá Helena Rubinstein! Þegar ég byrjaði að nota krem í kringum 15ára aldurinn notaði ég eingöngu C-vítamín línuna frá merkinu sem síðan hætti í framleiðslu. Ég varð því ekkert smá glöð þegar línan kom á markað aftur fyrir stuttu, að sjálfsögðu með meira C-vítamíni í!
Línan inniheldur tvær vörur, augnkrem og andlitsvökva.


Andlitsvökvinn dregur úr þurrki, gefur ljóma og húðin fær aukinn stinnleika. Kremið hentar öllum en er sérstaklega ætlað þeim sem eru með þurra eða þreytta húð og þurfa virkilega á góðu “boosti” að halda!


Augnkremið frá línunni er eiginlega ótrúlegt! Það inniheldur 10% C-vítamín og eyðir dökkum baugum ásamt því að mýkja og þétta húðina í kringum augun. Kremið hentar öllum aldri og sérstaklega þreyttum mömmum sem fá ekki að sofa alveg nógu mikið *hóst*

Helena Rubinstein vörurnar fást m.a. í verslunum Hagkaupa

Facebook Comments

Ásta er 36 ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau Ríkharð Val, 6ára og Hrafnhildi Dís 4ra mánaða. Ásta menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 en starfar sem sérfræðingur í flutningsmálum hjá PCC ásamt því að eiga litla líkamsræktarstöð og þjálfa þar Crossfit. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu.

Seo wordpress plugin by www.seowizard.org.