Burt með þurrkinn í fjórum skrefum

Burt með þurrkinn í fjórum skrefum

Allar vörurnar í þessari umfjöllun voru keyptar af höfundi

Húðin á mér er búin að vera skrælnuð af þurrki í allan vetur og ég hef náð henni þokkalegri og svo um leið og ég held að þetta sé komið þá byrjar sama hringrásin aftur og ég enda með þurrkubletti, húðin hálfgert að flagna, mig klæjar og stundum svíður.
Ég held að ég sé komin niður á vörur sem virka fullkomlega saman og ég hef ekki verið svona góð í húðinni lengi. Ég elska að nota serum,olíur og meðferðarvörur og hef fulla trú á að slíkar vörur lykillinn að betri húð.

Skref 1:
Hreinsa húðina vel með micellarvatni og hreinsivörum sem henta þinni húðtegund. Til að ná öllum óhreinindum af húðinni er nauðsynlegt að fara tvær umferðir með hreinsi, jafnvel þótt farði hafi ekki verið notaður. Í lokin er strokið yfir með andlitsvatni til að hreina restar af hreinsivöru,óhreinindum en andlitsvatn lokar líka húðinni.

Skref 2:
Djúphreinsun. Þetta skref geri ég 3-4x í viku en ég er með þurra húð og finnst nauðsynlegt að djúphreinsa húðina mjög reglulega til að fjarlægja dauðar húðfrumur og halda húðinni hreinni svo aðrar vörur eigi greiðari leið inní húðina. Ég nota tvo djúphreinsa með kornum mest, báðir dásamlegir á sinn hátt.
Lancóme Rose sugar scrub: Mildur skrúbbur sem inniheldur sykuragnir og rósavatn, áferðin er gelkennd og þessi komst á uppáhaldslistann minn strax eftir fyrstu notkun og passar einhvern veginn fullkomlega við vörurnar í skrefi 3! Hann hentar öllum húðgerðum og viðkvæma húðin mín elskar hann, á pottþétt eftir að splæsa í fleiri vörur úr sömu línu!
Fæst í verslunum Hagkaupa, Lyfju og fleiri stöðum.
Loréal smooth sugars nourish scrub: Þessi skrúbbur er aðeins grófari á húðina án þess að rífa  hana en viðkvæma húðin mín þolir hann ca 1x í viku. Skrúbburinn inniheldur þrjár tegundir af sykri ásamt kakósmjöri og um leið og sykurinn skrúbbar húðina smýgur kakósmjörið inn og mýkir húðina. Hann er á frábæru verði og hentar öllum húðgerðum.
Fæst td HÉR og er til í fleiri útgáfum.

Skref 3:
Þetta skref er ekki eins hjá mér á morgnana og kvöldin og það er ástæða fyrir því.
Kvöldrútínan: C15 Super Booster frá Paula’s Choice er einskonar serum sem inniheldur mjög hátt hlutfall af hreinu C-vítamíni (15%) ásamt virkum andoxunarefnum. Boosterinn jafnar húðlit og yfirborð húðar, dregur úr mislit og litablettum ásamt því að virka vel á mjög fínar línur. Undanfarið hef ég ekki sett neitt yfir Boosterinn fyrir nóttina og leyft honum að vinna. Munurinn síðan ég bætti þessari vöru við í kvöldrútínuna er eiginlega ótrúlegur! Kostar sitt en hverrar krónu virði. Ástæðan fyrir því að ég nota þessa vöru eingöngu fyrir nóttina er sú að C-vítamínið gerir húðina viðkvæmari og nauðsynlegt að nota sólarvörn 30 eða hærri á húðina eftir notkun þess.
Fyrir áhugasama fæst hann HÉR og er til í fleiri týpum.
Morgunrútínan: Clinique moisture surge hydrating concentrate er gelkennt serum sem gengur hratt inní húðina og gefur fullkominn raka fyrir daginn. Ég nota þessa vöru undir dagkrem alla morgna og hef minnkað notkun á rakaspreyjum umtalsvert eftir að ég fékk mér þessa vöru. Það er enginn ilmur af henni sem mér finnst plús þegar maður á eftir að setja fleiri vörur á húðina. Ein pumpa dugar fyrir andlit á háls svo að hún er drjúg og verðið er ekki slæmt miðað við magnið en mig minnir að ég hafi borgað innan við 5þúsund krónur fyrir vöruna.

Skref 4:
Andlitskrem. Á morgnana eftir að serumið er farið vel inní húðina set ég á mig andlitskrem (og augnkrem). Serum innihalda aldrei sólarvörn td og mikilvægt að setja krem/farða yfir þau. Núna í svæsnasta kuldanum hef ég notað þetta krem HÉR sem ég skrifaðu um fyrir jólin en aðra daga hef ég prófað mig áfram með hin ýmsu krem sem komu í dagatali Biotherm fyrir jólin!

Aukaskref:
Ég er dugleg að nota rakamaska og 2-3x í viku bæti ég því skrefi inn í kvöldrútínuna áður en boosterinn fer á, þeim skiptum hefur þó fækkað undanfarið og ég þakka þessum vörum sem ég tel upp hér að ofan fyrir það!

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.