Breytingar á baðherbergi – Fyrir & eftir

Breytingar á baðherbergi – Fyrir & eftir

Við erum búin að gera eitt og annað á meðan við höfum búið hérna á Grettisgötunni. (Hérna er hægt að sjá innlit í íbúðina). Þegar við keyptum íbúðina var ekkert geymslupláss á baðherberginu svo við ákváðum að taka málin í okkar hendur og auka það aðeins.

Innréttingin sem var á baðherberginu þegar við keyptum íbúðina var stílhrein þótt hún hafi verið ótrúlega ópraktísk. Vaskurinn var rosalega lítill svo það var erfitt að þvo sér um hendurnar án þess að sulla út úr vaskinum sem gerði það að verkum að viðurinn í kringum vaskinn var orðinn sjússkaður. Skápurinn í innréttingunni var einn geimur, ss. engin hilla eða skúffa eða neitt. Við byrjuðum strax á því að smíða hillu í skápinn og það var allt annað líf eftir að hún kom. En svo kom tími á að skipta þessu bara alveg út og auka með því geymsluplássið og losa okkur við borðplötuna sem var eflaust á góðri leið með að byrja að mygla.

FYRIR:

EFTIR:


UM BREYTINGARNAR:

Við gerðum þessar breytingar á 1-2 kvöldstundum. En til að byrja með fórum við í IKEA og keyptum það sem okkur vantaði þar og heildarpakkinn kostaði innan við 50 þúsund krónur.

Innréttingin heitir YDDINGEN og fæst HÉR og vaskurinn er úr sömu línu og fæst HÉR.
Við notuðum sama krana og við vorum með á gamla vaskinum en keyptum kítti (í byggingavöruverslun) til að kítta meðfram vaskinum og ég held að við höfum notað sama kítti til að festa vaskinn við innréttinguna (ég var aðstoðarmaður í verkefninu svo ég er ekki með allt á hreinu)

Við erum rosalega sátt með útkomuna og okkur finnst æði að hafa svona stóran vask. Það munaði líka svo miklu að fá þessar tvær skúffur til viðbótar við skápinn og við skiljum eiginlega ekki hvernig við gátum lifað áður en þær komu inn á heimilið. Dótið verður svo miklu aðgengilegra í skúffum en í skáp.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku