Borðstofan – Svartur veggur- Fyrir og eftir!

Borðstofan – Svartur veggur- Fyrir og eftir!

Borðstofan okkar er að taka á sig mynd og verða eins og við viljum hafa hana.

Við útbjuggum nýverið sjónvarpsherbergi með því að setja upp vegg í stofunni og hólfa af lítið rými, sem seinna meir á að koma rennihurð fyrir.

Eftir miklar pælingar með litaval á nýja vegginn varð svart niðurstaðan og ég sé ekki eftir því, allt í íbúðinni nýtur sín mun betur með svarta litinn í bakgrunn og þá sérstaklega ljósin mín tvö fallegu.

 

Fyrir

 

Eftir

Þegar ég hef sett inn myndir á Instagram, Snap eða á Skreytum hús fæ ég yfirleitt sömu spurningarnar og hvar ég fékk það og hér kemur upptalninginn á algengustu hlutunum sem ég er spurð út í:

Bekkinn fékk ég í Húsgagnahöllinni á Akureyri

Stólana keypti ég notaða á sölusíðu í slæmu ásigkomulagi og pabbi minn og ömmubróðir pússuðu þá og bólstruðu fyrir mig. Þeir heita Sawbuck chair, hannaðir af Hans Wegner, smíðaðir í Valbjörk á Akureyri.

Borðið keypti móðir mín úr dánarbúi löngu áður en tekk varð svona vinsælt aftur og var svo ótrúlega elskuleg að gefa mér það svo

Hvíta ljósið heitir Ph5 er úr smiðju Louis Poulsen , keypt í Epal

Koparljósið frá Tom Dixon keypti í Lumex

Hangandi körfustólinn keypti ég í búð á Seyðisfirði sem heitir Gullabúið og er í miklu uppáhaldi, finnið hana á Facebook.

Gólfið var á íbúðinni þegar við keyptum hana og var eitt af því sem heillaði mig mest við íbúðina það er úr gegn heilli eik og tengdapabbi minn pússaði það upp og bætti.

Plantan er Monstera sem ég fékk í gjöf. Við erum miklar vinkonur og hún er eina plantan sem mér hefur tekist að halda lífinu í lengur en í mánuð.

Svarta málningin var keypt í Húsasmiðjunni.

 

Ekkert af þessu var fengið að gjöf frá fyrirtæki né er unnið í samstarfi við einn né neinn, greinarhöfundur er einungis með óþolandi dýran smekk og endalausan áhuga á dýrum hönnunarmunum, því miður (fyrir veskið og kærastann)!

 

 

Facebook Comments
Sólveig Ása Arnarsdóttir

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.