bObles – svo miklu meira en bara barnahúsgögn

bObles – svo miklu meira en bara barnahúsgögn

Fyrir rúmu ári síðan kynntist ég virkilega spennandi barnavörumerki sem hefur svo sannarlega verið mikið notað á mínu heimili. Bobles eru barnahúsgögn sem eru hönnuð af dönskum arkitekt í samstarfi við barnasjúkraþjálfara, en það sem gerir þessi húsgögn svona frábrugðin öðrum og þar afleiðandi skemmtileg er að hægt er að nota húsgögnin sem leikföng. Húsgögnin fást í nokkrum litum og hafa dýraútlit, en þar má t.d. finna fíl, krókódíl og andarunga.

 

 

Húsgögnin eru hönnuð með grunnhreyfiþroskann í huga og henta því allt frá nýfæddum börnum og þangað til börnin eru farin að hlaupa um og hoppa. Þau eru létt og mjúk viðkomu en húsgögnin eru búin til úr náttúrulega frauði og innihalda því engin skaðleg eiturefni. Hönnuðir bObles vilja einnig meina að með nægilegri líkamlegri örvun eykst líkamsvitund barna, þau verða sterkari félagslega og eiga auðveldara með að læra.

 

 

Á mínu heimili er að finna andarunga, fisk og kjúkling ásamt kleinuhring. Dætur mínar tvær nota þessi húsgögn ekkert síður sem leikföng og það er gaman að sjá hvað börn sjá oft meira notagildi út úr hlutunum en við fullorðna fólkið.  Andarunginn er ýmist notaður sem stóll eða borð, til að standa upp á til að hjálpa til við baksturinn, nú eða fyrir eina litla 3ja ára sem langar að kveikja og slökkva ljósin í stofunni. Hann er hægt að nota sem jafnvægisæfingu á meðan horft er á sjónvarpið eða sem ruggandi vöggu fyrir dúkku eða bangsa.

 

 

 

 

 

Fiskurinn er frábær upphækkun fyrir litla kroppa í stóla, fyrir fætur sem ná ekki niður á gólf eða sem stól við andarungann. Það er líka skemmtilegt að rúlla honum um á gólfinu og sjá hversu langt hann getur rúllað.

 

Kjúklinginn er tilvalið að nota til að æfa jafnvægið, sem upphækkun fyrir órólega fætur eða jafnvel til að sitja á og rugga. Kleinuhringurinn er góður til að liggja með magann á og vera t.d. að skoða bók eða í leik í spjaldtölvu og svo getur hann líka verið þrususkemmtileg róla.

 

 

Það er einnig mjög vinsælt á mínu heimili að færa til húsgögnin í stofunni og búa til þrautabraut úr húsgögnunum.  Mér finnst frábært að geta nýtt húsgögnin á marga vegu í þrautabrautinni þar sem dætur mínar eru ekki á sama stað í hreyfiþroska. Þessari yngri finnst gaman að klifra upp á og hoppa niður af þeim en sú eldri er meira fyrir jafnvægisæfingar. Semsagt, eitthvað fyrir alla með bObles!

Í rauninni eru engin takmörk  fyrir því hvernig þessi húsgögn eru notuð og það er alveg magnað að sjá hvað börnunum dettur í hug að gera með þessum húsgögnum. Þau hafa því ekki bara eitthvað eitt hlutverk sem húsgagn inni á heimilinu heldur örva þau hreyfiþroskann og efla líkamsvitund. Er hægt að  biðja um eitthvað meira?

Á Íslandi fást  bObles barnahúsgögnin hjá Dkdesign en þau halda úti netverslun. Þau bjóða einnig upp á að fá kynningu á þessum skemmtilegu vörum, áhugasömum að kostnaðarlausu. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um kynningar.

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.