Blómvöndur í stofu stendur

Blómvöndur í stofu stendur

Það er fátt betra en að lífga upp á heimilið með blómvendi við og við. Það er eitthvað svo gott fyrir sálina að sjá fallegan blómvönd í stofunni.

 

   

 

Ég elska að rekast á skemmtileg og sniðug fyrirtæki. Um daginn á vafri mínu á Instagram sá ég fyrirtæki sem heitir Blómstra en það býður upp á blómvendi í heimsendingu. Maður velur hreinlega áskrift sem hentar, nú eða bara stakan blómvönd, og svo fær maður ferskan blómvönd keyrðan upp að dyrum.

 

Þvílík fegurð sem þessir blómvendir eru – skemmtilega frábrugðnir og fallegri en þeir sem maður er vanur að grípa með sér heim úr matvörubúðinni.

 

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 30 ára, í sambúð með Alberti og saman eiga þau þrjú börn. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist handavinnu, uppeldi barna, ljósmyndun, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.