Blómvöndur í stofu stendur

Blómvöndur í stofu stendur

Það er fátt betra en að lífga upp á heimilið með blómvendi við og við. Það er eitthvað svo gott fyrir sálina að sjá fallegan blómvönd í stofunni.

 

   

 

Ég elska að rekast á skemmtileg og sniðug fyrirtæki. Um daginn á vafri mínu á Instagram sá ég fyrirtæki sem heitir Blómstra en það býður upp á blómvendi í heimsendingu. Maður velur hreinlega áskrift sem hentar, nú eða bara stakan blómvönd, og svo fær maður ferskan blómvönd keyrðan upp að dyrum.

 

Þvílík fegurð sem þessir blómvendir eru – skemmtilega frábrugðnir og fallegri en þeir sem maður er vanur að grípa með sér heim úr matvörubúðinni.

 

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.